Velmerkt var stofnað í október 2010

Velmerkt býður upp á alla prentþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Allt frá smæstu munum til stórra sýningaveggja. Einnig býður Velmerkt upp á þjónustu í uppsetningum á stærri auglýsingaskiltum.

Velmerkt hefur á að skipa nýjum búnaði sem tryggir hámarksþekju og skýrleika í prentun, ásamt fullkomnum búnaði til að tölvuskera út merkingar og límmiða.

Við prentum á margvísleg efni til að setja á bíla, veggi, glugga, jafnt innan sem og utanhúss. Vinsælustu lausnir fyrir einstaklinga eru strigamyndir, innrammaðar myndir í öllum stærðum, ljósmyndir á álplötum, plastplötum, foam eða kork. Velmerkt er opið frá kl. 09:00 – 16:30 alla virka daga.

Starfsfólk

Eigendur eru þau Axel Sigurjónsson og Kristjana Ruth Bjarnadóttir

Þau eru með áratuga reynslu í prenti og þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Með sér í lið hafa þau fengið þrautþjálfað og gott starfsfólk sem hikar ekki við að taka að sér hin ýmsu verkefni og leysa þau vel af hendi.

Við hlökkum til samstarfs við þig !