Gluggamerkingar

Þegar þú brosir framan í heiminn

Gluggar eru eins og andlit fyrirtækisins, eitt það fyrsta sem viðskiptavinurinn sér af fyrirtækinu, meðan hann er enn að gera upp við sig hvort hann eigi að fara inn eða ekki.

Gluggamerkingar eru því eins konar förðun eða „smink“ sem þú setur upp til að sýna einungis allar bestu hliðar þínar. Þannig reynirðu að draga til þín viðskiptavini sem hafa enn ekki ákveðið að skipta við þig en eru að skoða framboð á vöru og þjónustu. Gluggamerkingar geta þar skipt sköpum.

Gluggamerkingar

Fyrstu kynni skipta oft mestu um hvort viðskiptavinir skipta við fyrirtæki þitt eða eitthvað annað. Þá kemur margt til, eins og almenn ímynd fyrirtækis og orðspor þess, til dæmis.

Einnig skiptir máli hvernig aðsetur þess er, hvort húsið sé snyrtilegt og gluggamerkingar gefi tilefni til að ætla að fyrirtækinu sé treystandi. Gluggamerkingar eru góð og hagkvæmt leið til að kynna fyrirtækið.

Við prentum eða skerum til dæmis á

  • Gagnsæjar filmur
  • Litaðar filmur
  • Sandblástursfilmur
  • Límfólíu
  • Límdúk

og fleira

Hafðu Velmerkta glugga

Gluggamerkingar gera meira en að kynna fyrirtækið og starfsemi þess. Þannig má annars vegar stjórna birtu innanhúss eða á ákveðnum svæðum í sal, þar sem sumar filmur hleypa mikilli birtu inn en aðrar takmarka hana verulega.

Einnig má stjórna innsýn af götu, þar sem sumar filmur loka fyrir svo að fólk þarf að koma nær til að sjá inn til að svala forvitni sinni.

Velmerktir gluggar eru líka vitnisburður um fyrirtækið og því skiptir máli að hafa gluggamerkingar í góðu lagi, hvorki og miklar né of litlar, í réttum stærðum og litum.

Heildarlausnir

Við bjóðum upp á heildarlausnir í gluggakerfum fyrir alls konar glugga, stóra og smá, breiða og mjóa. Hafðu samband á velmerkt@velmerkt.is eða hringdu í síma 412 7878 og leitaðu upplýsinga. Einnig ertu velkomin(n) til okkar í Dugguvog 23.