Bílamerkingar

Bílamerkingar eru ein besta og ódýrasta auglýsing sem fyrirtæki geta fengið

Bílamerkingar fara vítt og breitt og ná til almennings. Bílamerkingar gera það einnig að verkum að þú nærð til bæði núverandi markhóps og tilvonandi viðskiptavina. Jafnframt kynnirðu fyrirtækismerki þitt og tengir það við ákveðna vöru eða þjónustu.

Með því að nota þessa tegund auglýsinga eru meiri líkur á að tilvonandi viðskiptavinur þekki fyrirtæki þitt. Einnig er líklegra að hann hugsi til þín þegar hann þarf skyndilega á vöru eða þjónustu þinni að halda.

Bílamerkingar ná athygli vegfarenda

Bílamerkingar ná augum fólks betur en margar aðrar auglýsingar. Augun eru um 84% af skynjun mannsins.

Fólk getur slökkt á útvarpi eða sjónvarpi, hent blöðum eða timaritum og lokað á margs konar skynjun eða áreiti. Í umferðinni þarf fólk að hafa augun opin og fylgjast vel með umhverfinu. Þannig kemst það ógjarnan undan því að taka eftir vel gerðum bílamerkingum á bifreiðum sem keyra hjá.

Það á ekki síst við þegar litir eru áberandi og skera sig úr umhverfinu. Bílamerkingar skila árangri, ekki síst til langs tíma.

Bílamerkingar eru hagkvæm lausn við auglýsingar

Þeir sem auglýsa í fjölmiðlum þurfa ekki aðeins að greiða fyrir hönnunar- og framleiðslukostnað, heldur einnig birtingu í hvert skipti.

Bílamerkingar spara því mikinn auglýsingakostnað þar sem auglýsingin birtist á bifreiðum í eigu fyrirtækisins sjálfs.

Þær sjást því hvarvetna um borg eða bæ þar sem starfsmenn eiga erindi og enginn viðbótarkostnaður bætist við fyrir birtingu.

Á þennan hátt

  • Fæst meiri sýnileiki
  • Sparar þú fjármuni
  • Auglýsir þú fyrirtækismerkið (lógóið)
  • Vekur þú athygli á vöru eða þjónustu

og margt fleira.

Ert þú Velmerktur í umferðinni?

Velmerkt hefur á að skipa nýjum búnaði sem tryggir hámarksþekju og skýrleika í prentun, ásamt fullkomnum búnaði til að tölvuskera út merkingar og límmiða. Fljót og góð þjónusta. Vertu velmerktur í umferðinni.

Heildarlausnir

Við bjóðum upp á heildarlausnir í bílamerkingum fyrir stóra, litla, meðalstóra eða mjög stóra bíla. Hafðu samband á velmerkt@velmerkt.is eða hringdu í síma 412 7878 og leitaðu upplýsinga. Einnig ertu velkomin(n) til okkar í Dugguvog 23.