Sandblástursfilma

Þegar glugginn þinn skiptir máli

Sandblástursfilma, áprentuð eða útskorin, hefur mjög marga kosti fyrir bæði heimili og fyrirtæki (sjá Gluggamerkingar). Hún sker sig ekki úr umhverfinu en veitir hlutlaust, þægilegt, fágað og stílhreint yfirbragð á gluggana þína.

Hún hefur ótvírætt útlitslegt gildi en hefur meðal annars það notagildi að hleypta birtu inn um leið og hún hindrar að óviðkomandi geti séð inn í húsið þar sem máli skiptir.

Einnig dregur hún úr útfjólubláum geislum og minnkar hættu á að til dæmis innréttingar, húsgögn og gólfefni upplitist af sólarljósi.

Sandblástursfilma er gagnleg

Sandblástursfilma hefur fleiri kosti. Hún verndar glerið gegn sumum skemmdum og gerir rúðubrot erfiðara. Einnig smá skera í filmuna textabrot, ljóð, götunafn og húsnúmer, eða eitthvað sem er fjölskyldunni hugðarefni.

Einnig má setja inn grafísk merki, til dæmis merki íþróttafélags, stjórnmálaflokks, eða annað af slíkum toga. Sandblástursfilma getur einnig verið til skrauts með myndum, mynstri eða landslagi, takmarkar þörf fyrir gluggatjöld og býr til vinalegt umhverfi.

Sandblástursfilma er víða notuð, til dæmis í

  • Eldhúsglugga
  • Útidyraglugga
  • Glerveggi eða stærri gler á vinnusvæðum
  • Stærri gler á milli svæða
  • Á stigaganga

og víðar

Margir möguleikar eru fyrir hendi og takmarkast þeir helst aðeins af ímyndarafli viðskiptavina.

Velmerktar heildarlausnir 

Við bjóðum upp á heildarlausnir í sandblástursfilmum af ýmsum toga, stórum eða smáum. Hafðu samband á velmerkt@velmerkt.is eða hringdu í síma 412 7878 og leitaðu upplýsinga. Einnig ertu velkomin(n) til okkar í Dugguvog 23.