Strætóskýlaplaköt
Hvað sér fólk á strætóskýlum?
Töluverður fjöldi fólks ferðast með strætisvögnum á hverjum degi.
Flestir farþegar þurfa að bíða nokkra stund eftir næsta vagni og hafa því frjálsa stund til að líta í kringum sig.
Þar á meðal eru gjarnan auglýsingasvæði á strætisvagnaskýlum og biðstöðvum. Einnig aka hjá fjölmargir bílar og því má jafnframt ná athygli ökumanna með vel gerðum auglýsingum í strætóskýlum. Hvert skýli er með tvo auglýsingafleti, inni í strætóskýlinu og utan á því.
Nefna má að skýlin eru með upplýsta auglýsingafleti og gjarnan einnig einhvers konar lýsingu innan í þeim.
Einnig má auglýsa á stöndum sem standa sjálfstæðir hjá skýlum eða sjálfstætt á stöðum sem eru áberandi fyrir fólk á ferð í umferðinni, gangandi eða akandi. Strætóskýlaplaköt geta því verið hagkvæmur og árangursríkur auglýsingakostur.
Strætóskýlaplaköt: Ertu Velmerktur?
Þau fyrirtæki sem vilja vera sýnileg hjá þessum markhópi þurfa að vanda sig vel þegar biðskýlaplaköt eiga í hlut.
Gott er að hafa eftirfarandi atriði í huga
- Rétt hönnun á strætóskýlaplakötum
- Rétt prentun og pappír á strætóskýlaplakötum
- Rétt uppsetning og á réttum stöðum, á strætóskýlaplakötum
Ýmsar reglur gilda um auglýsingar á strætóskýlum og þarf að hafa þær í huga við hönnun og gerð plakata.
Því er nauðsynlegt að láta fagmenn sjá um strætóskýlaplaköt sem hengd eru upp. Velmerkt hefur á að skipa nýjum búnaði sem tryggir hámarksþekju og skýrleika í prentun á strætóskýlaplakötum, ásamt fullkomnum tækjum til að tölvuskera út merkingar. Fljót og góð þjónusta!
Heildarlausnir
Við bjóðum upp á heildarlausnir í strætóskýlaplakötum. Hafðu samband á velmerkt@velmerkt.is eða hringdu í síma 412 7878 og leitaðu upplýsinga. Einnig ertu velkomin(n) til okkar í Dugguvog 23.