Sýningakerfi

Góð sýningakerfi gefa þér forskot á keppinautana!

Í gamla daga voru sýningakerfi óþekkt og ónauðsynleg. Þá stóð kaupmaðurinn á horninu eða í sérversluninni fyrir aftan búðarborðið og afgreiddi viðskiptavini sína „yfir borðið“, gjarnan með hjálp starfsfólks síns.

Í dag þurfa eigendur og stjórnendur fyrirtækja ekki aðeins að sækja viðskiptavini sína út á götu heldur gera það í stöðugt harðnandi samkeppi við önnur fyrirtæki sem selja sömu eða svipaða vöru og þjónustu.

Með nýjum tíma koma einnig nýjar áskoranir sem snúa að því að kynna vöru og þjónustu fyrir almenningi á eins fjölbreyttan og árangursríkan hátt og kostur er. Meðal annars koma þar sýningakerfi til sögu.

Sýningakerfi

Í dag eru haldnar sölusýningar, kynningar, ráðstefnur, þing, fundir og aðrar uppákomur þar sem fyrirtæki á ákveðnu sviði koma saman til að kynna sig, starfsemi sína, vöru og þjónustu. Þangað koma kaupendur, bæði einstaklingar og lögaðilar, innlendir og erlendir, til að sjá hvað er í boði, bæði gamalt og nýtt.

Í þessari hörðu samkeppni þurfa fyrirtæki að auglýsa sig, bæði í smærri hópum og á stærra sviði. Þar koma sýningakerfi gjarnan við sögu. Þau hjálpa sölumönnum og öðrum starfsmönnum fyrirtækisins við að gera söluráðstefnur, stærri eða minni fundi eða sýningar árangursríkar.

Velmerkt sýningakerfi

Við kynningar á fyrirtækinu, starfsemi þess, vöru og þjónustu skiptir miklu máli að vera velmerktur með góðu sýningakerfi. Við prentum auglýsingar, kynningaefni, bæklinga, miða og borða hvers konar.

Einnig prentum við stórar auglýsingar í og á bása, á veggi eða aðra byggingahluta, setjum upp búnað og kynningar margs konar — og tökum allt niður þegar atburðinum lýkur.

Við gerum skilti, standa og sjáum um allt sem þú þarft á að halda til auglýsa fyrirtæki þitt með velmerktu sýningakerfi.

Má þar nefna

  • Ráðgjöf við uppsetningu kynningar
  • Hönnun
  • Prentun
  • Grafík
  • Útvegun tækjabúnaðar
  • Umsjón, uppsetningu og frágang

og  margt fleira.

Heildarlausnir í prentun

Við bjóðum upp á heildarlausnir í sýningakerfum fyrir hvers konar fundi, ráðstefnur, sýningar og aðra atburði af svipuðum toga. Hafðu samband á velmerkt@velmerkt.is eða hringdu í síma 412 7878 og leitaðu upplýsinga. Einnig ertu velkomin(n) til okkar í Dugguvog 23.