Risaprentun

Risaprentun er fyrir stórhuga fyrirtæki

Í gamla daga auglýstu fyrirtæki í blöðum eða tímaritum, útvarpi og sjónvarpi eða með sértækum leiðum eftir því hvers konar fyrirtæki átti í hlut og hvers konar vöru og þjónustu það vildi koma á framfæri.

Einnig hengdu þau misstór skilti fyrir ofan aðaldyr fyrirtækisins, í glugga og jafnvel á standa á gangstéttinni fyrir framan. Risaprentun byggir á sömu hugsun, nema hvað aðstæður hafa breyst þar sem stundum dugar ekkert minna en risastór kynning til að ná tilætluðum árangri.

Risaprentun án samskeyta

Í dag má prenta stórar auglýsingar með nýjum tækjabúnaði sem getur skilað af sér samskeytalausum auglýsingum, kynningum eða annarri grafískri og/eða textalegri risaprentun.

Þetta má orðið sjá í dag víða um borg, þar sem framsækin og stórhuga fyrirtæki sjá kosti þessarar þægilegu tegundar auglýsinga. Við getum tekið litlar myndir og stækkað þér fyrir útprentun, hannað efni fyrir risaprentun og séð um ferlið frá fyrstu hugmyndavinnu og þangað til auglýsingin er tilbúin úr prentun.

Við prentun til dæmis

  • Veggspjöld
  • Atburðakynningar
  • Auglýsingaspjöld
  • Skýringamyndir

og fleira og fleira

á viðeigandi undirlag sem þér hentar, pappír, vínýldúk eða striga.

Ert þú Velmerktur?

Stórhuga fyrirtæki þurfa risaprentun á auglýsingum, myndum og margs konar kynningarefni, svo að einungis nokkur dæmi séu nefnd. Þannig má bæði kaupa auglýsingasvæði á þar til gerðum veggjum eða annarri undirstöðu, eða nýja dautt pláss á eigin húsnæði.

Þetta á ekki síst við fyrir þá sem starfa í húsnæði við stoðbrautir, þar sem margir bílar keyra hjá á hverjum degi. Hugmyndum er ekki ósvipuð þeirri sem stendur að baki bílamerkingum en auglýsingaflöturinn er mörgum sinnum stærri og rúmar víðtækari upplýsingar.

Heildarlausnir

Við bjóðum upp á heildarlausnir í risaprentunum. Hafðu samband á velmerkt@velmerkt.is eða hringdu í síma 412 7878 og leitaðu upplýsinga. Einnig ertu velkomin(n) til okkar í Dugguvog 23.